Velkomin!

Hinsegin huldukonur: Hinsegin kynverund kvenna í íslenskum heimildum 1700–1960 er verkefni sem miðar að því að afla og miðla heimildum um hinsegin kynverund kvenna, og annars fólks sem litið er á sem konur, á Íslandi.

Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á hvernig hinsegin kynverund kvenna var mótuð og tjáð fyrir tíma nútíma sjálfsmyndahugtaka á borð við t.d. lesbía eða tvíkynhneigð. Markmiðið er tvíþætt, annars vegar að afla heimilda og hins vegar að búa til gagnagrunn til að styðja við kennsluefni og frekari rannsóknir.

Með umsjón verkefnisins fara Íris Ellenberger, Hafdís Erla Hafsteinsdóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir í samstarfi við Samtökin ’78.

Verkefnið er styrkt af Jafnréttissjóði Íslands 2017.s78Jafnrettissjodur-islands-logo-fyirr-vef-850px